Þessi ís er æðislega góður
Crème brûlée skyrís með karamellu og hnetum
Recipe Type: ís
Author:
Prep time:
Cook time:
Total time:
Serves: 2 ltr
Ca 2 lítrar
Ingredients
- 5 egg
- 5 mks sykur
- 5 dl rjómi
- 340 g Ísey skyr, Crème brûlée
- 2 tsk vanilludropar
- 170 g púðursykur
- Karamella
- 200 g Karamella (ég notaði freyju karamellur)
- 1 dl rjómi
- Toppur
- 50 g hakkaðar heslihnetur
- 100 g dökkt súkkulaði
- Karamellusósa
Instructions
- Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið púðursykri varlega saman við með sleif.
- Þeytið rjóma þar til hann stendur og blandið skyrinu saman við rjómann.
- Blandið skyrblöndunni saman við og hrærið varlega með sleif. Því næst bætið þið vanilludropum saman við og hrærið.
- Stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið saman við, það er ekki nauðsynlegt að setja eggjavhíturnar saman við ísinn og um að gera að nýta þær í t.d marengstoppa eða annað.
- Setjið ísinn í hringlaga smelluform eða það form sem þið viljið nota.
Karamella
- Brærðið karamellur í potti og hellið yfir ísinn og blandið henni saman við með því að snúa hníf í hringi í gegnum ísinn þar til karamellan hefur náð að blandast saman við.
Toppur
- Saxið súkkulaðið smátt niður og setjið ofan á ísinn ásamt hökkuðum heslihnetum, þrýstið þeim varlega niður til að festa þær við ísinn.
- Frystið í að lágmarki 5 klukkustundir.
Notes
Gott er að bera ísinn fram með karamellusírópi/sósu og rjóma.